fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Blæbrigði vatnsins, Hemingway og ævisögur stjórnmálamanna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. mars 2010 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd0017

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um Blæbrigði vatnsins, nýja bók eftir Aðalstein Ingólfsson, sem þar sem er rakin saga vatnslitamálverks á Íslandi frá því í lok 19. aldar og fram á okkar daga, allt frá Benedikt Gröndal, til Ásgríms Jónssonar og svo til Páls Guðmundssonar á Húsafelli. Samnefnd sýning stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum.

Hvað er svona merkilegt við Hemingway? er spurning sem Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntum, reynir að svara.

Elísabet Jökulsdóttir hittir okkur við Ufsaklett vestast í Vesturbænum og segir frá nýju verki eftir sig sem nefnist Bænabók.

Kolbrún og Páll fjalla um Fransí biskví eftir Elínu Pálmadóttur og Úrvalið, en það er sýnisbók mynda eftir íslenska ljósmyndara sem Einar Falur Ingólfsson hefur tekið saman.

Bragi fjallar um ævisögur stjórnmálamanna.

hemingway460

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu