fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Stöðugleikasáttmáli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. mars 2010 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þríhliða sáttmálar ríkisvalds, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar eru þekkt fyrirbæri víða um lönd; í Þýskalandi og Svíþjóð varð þetta módel snemma nokkuð háþróað.

Frægasta dæmið um þetta hér er auðvitað þjóðarsáttin frá 1989 sem lagði grunninn að því að kveða niður verðbólguna.

Stöðugleikasáttmálinn svokallaður er líka í þessum anda – en nú er sagt að hann sé fyrir bí, eftir skötuselskvóta ríkisstjórnarinnar

Að sumu leyti orkar tilvist þessa sáttmála tvímælis – og þá á ég við gagnvart kjósendum vinstri flokkanna sem loks komust til valda í fyrra í því sem á að vera hreinræktaðasta vinstri stjórn Íslandssögunnar.

Eða er eðlileg að slík stjórn selji þvílík völd í hendur hægrisinnaðra stórkapítalista úr röðum atvinnurekenda? Um atvinnuuppbyggingu, skattastefnu, auðlindastjórnun og fleira?

Og fái ekkert sérlega mikið í staðinn, því þegar samið er um stöðugleika á vinnumarkaði og litlar sem engar kauphækkanir er það fremur verkalýðshreyfingin sem færir fórnirnar en atvinnurekendur.

Er ekki hugmyndin að svona ríkisstjórn standi fyrir róttækum breytingum – eða voru það ekki fyrirheitin sem voru gefin kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eftir að hægri menn hafa ráðið hér lögum og lofum um langt árabil?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu