fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Síðustu skáldsögur Halldórs, Njörður og íslensk klassík

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. mars 2010 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um þrjár síðustu skáldsögur Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, Innansveitarkróniku og Guðsgjafaþulu. Haukur Ingvarsson, bókmenntafræðingur og útvarpsmaður, hefur ritað bókina Andlitsdrættir samtíðarinnar þar sem fjallað er um þessi verk, og ekki síst hvernig þau komu samtíðarmönnum fyrir sjónir. Í bókinni er einnig sagt frá því þegar Halldór fékk Sonningverðlaunin dönsku og stúdentar mótmæltu ákaft. Haukur færir rök fyrir því að í bakgrunni hafi verið danskir kommúnistar sem hugsuðu Halldóri þegjandi þörfina vegna Skáldatíma.

Við heimsækjum Njörð P. Njarðvík sem hefur nýlega sent frá sér ljóðabókina Hlustaðu á ljósið.

Halldóra Kristín Thoroddsen segir frá uppáhaldsbókum sínum.

Kolbrún og Páll ræða um bækur sem hafa komið út að undanförnu í bókaflokknum Íslensk klassík: Snöruna eftir Jakobínu Sigurðardóttur, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon.

En Bragi dregur fram gamla víxla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu