fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Viðskiptasambönd út yfir gröf og dauða

Egill Helgason
Laugardaginn 6. mars 2010 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Spegilinn sem hún kallaði Íbúð, snekkja og þota. Hér er niðurlag hans.

— — —

Á árinu 2007 eignast Jón Ásgeir því að því er virðist veglegar eignir, íbúðirnar tvær í New York, þotu og snekkju, samtals viðskipti upp á ríflega níu milljarða að núvirði. Að því er virðist allt keypt á lánum sem síðan var ekki greitt af. Hið athyglisverða er að erlendu kröfuhafarnir hafa þegar gengið að eignunum. Eins og áður segir vill skilanefnd Landsbankans ekki upplýsa Spegilinn um stöðuna, segir frétta að vænta síðar á árinu. – Fasteignaviðskipti annarra auðmanna sem hafa endað í skilanefnd Landsbankans vekja einnig spurningar.

Vilji Landsbankans til að lána Jóni Ásgeiri er athyglisverður. Spegillinn hefur heimildir fyrir því að eftir að Kaupþing var hætt að lána Jóni Ásgeiri hélt Landsbankinn ótrauður áfram. Myndin úr skíðaskálanum 2007 og viðvera helstu stjórnenda Landsbankans þar segir því kannski aðra sögu en bara skemmtisögu úr skíðaferð.

Skilanefnd Kaupþings upplýsti strax í fyrstu skýrslu sinni að tíu einstaklingar hefðu fengið 53 prósent útlána. Jón Ásgeir er talinn einn tímenninganna. Skilanefnd Landsbankans hefur aldrei upplýst hvert hlutfallið var í gamla Landsbankanum sem er verra því svona upplýsingar varpa ljósi á stjórnun bankans. Viðskipti Landsbankans við Jón Ásgeir snúast um stjórnunarhætti banka sem var almenningshlutafélag. Þau styrkja þann grun að stóru viðskiptavinirnir hafi lítt þurft að hafa áhyggjur af því að borga lán sín. Í þeirra veðrakerfi gilti að allt fékkst að láni, líka einkaneyslan.

Það má vel vera að það hafi reynst svona miklu flóknara mál að ganga að íbúðinni í New York en þotunni og snekkjunni en það er þá í sjálfu sér einnig áhugavert. Spegillinn hefur reifað að sum viðskiptasambönd nái yfir, ef ekki gröf og dauða, þá alla vega gjaldþrot. Þessi seiglífu sambönd eiga við þá sem höfðu mest út úr íslensku bönkunum – og það er umhugsunarvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti