fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Eintómt píp

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. febrúar 2010 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að fylgjast með því hversu mikið af orðum er að gengisfella í meðförum alþingismanna sem nota þau af léttúð – eða skilja kannski ekki hvað þau þýða.

Þingmaður Framsóknarflokksins af Norðurlandi sakar Ríkisútvarpið um „kynþáttahyggju og aðskilnaðarstefnu“.

Vegna þess að verið er að breyta fyrirkomulagi svæðisbundinna útsendinga.

Það er ákvörðun sem örugglega má deila um.

En þegar svona orð eru dregin fram verður umræðan eintómt píp.

Eða dettur einhverjum í hug að segja að misvægi atkvæða á Íslandi sé „kynþáttahyggja og aðskilnaðarstefna“?

Og svo er það Árni Johnsen sem stígur í pontu í gær og segir að Evrópusambandið sé verra en Sovétríkin:

Evrópusambandið er sýndarmennska og hégómi. Það er nútíma Sovét, ennþá verra en gamla Sovét vegna þess að flækjufæturnir eru miklu fleiri. Klíkuskapurinn ennþá meiri…  Við fórum í þennan feril, láta skoða þetta. Við skulum láta það ganga yfir, þessa úttekt, en það er til skammar að stjórnvöld séu að laga íslenska stjórnkerfið að kerfi Evrópusambandsins þegar ekkert liggur fyrir um neina hluti.  Það er bara til skammar. Og það er valdbeiting. Það er valdníðsla. Og það er ljóst að það er ekki þingmeirihluti, og það er ekki þjóðarvilji fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Virðing Alþingis verður ekki endurreist með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“