fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Veiklað stjórnmálakerfi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. febrúar 2010 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetinn og stjórnarandstaðan hafa að nokkru leyti tekið völdin í landinu. Það er ekki ofmælt að hér sé pólitísk kreppa sem jafnvel má líka nefna stjórnarfarskreppu.

Ríkisstjórnin er í gíslingu Icesave málsins. Hún þarf að spyrja stjórnarandstöðuna um leyfi fyrir hverju sem hún aðhefst í málinu. Forsetinn þarf líka að fylgjast með; engin lög um Icesave fara í gegn án þess að hann samþykki.

Órólega deildin í Vinstri grænum er stundum í stjórn og stundum í stjórnarandstöðu. Einn stjórnarliða er líka formaður Heimssýnar, hann beitir sér fyrir því að aðildarumsókn um Evrópusambandið verði dregin til baka, aðeins nokkrum vikum áður en framkvæmdastjórn ESB samþykkir hana.

Það mun hafa verið Össur Skarphéðinsson sem vildi reyna að víkka út ríkisstjórnina með því að fá Framsókn til liðs við hana. Hann skynjar eins og fleiri að það er ekki mikill móður í stjórninni. Hún er ringluð og forystulaus og alls ekki nógu vel mönnuð. Framsókn er reyndar líka klofin hvað varðar afstöðuna til Evrópumála; Össur dreymir líklega um að laða fram hin evrópusinnaðri öfl innan flokksins.

Innan Sjálfstæðisflokksins hafa hinir hófsamari flokksmenn – demókratarnir –  áhyggjur af auknum ítökum Davíðs Oddssonar og liðsins í kringum hann. Bjarni Benediktsson er mjög tvístígandi. Liðsmenn Davíðs geta ekki hugsað sér neina málamiðlun í Icesave, en Bjarni er ekki fráhverfur því. Hann þarf að leika miklar jafnvægislistir, reyna að hafa miðjuna góða á sama tíma og málflutningur repúblikananna verður sífellt einstrengingslegri og heiftúðugri.

Þannig er allt stjórnmálakerfið veiklað og varla horfur á öðru en að svo verði áfram næstu misserin. Fjórflokkurinn er alltaf jafn frekur til fjörsins, en það virðist ekki mikils af honum að vænta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“