fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Skaðar stjórnina meira en allt annað

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. febrúar 2010 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilanefndarmenn eru hin nýja yfirstétt á Íslandi. Ríkisstjornin horfir aðgerðarlaus á spilinguna sem dafnar í kringum hrundu bankana og þykist ekki geta gert neitt. Ráðamenn segjast vera agndofa og hneykslaðir, en hafa í raun gefið endurreisn viðskiptalífsins frá sér. Hún er að komast í hendurnar á fámennum klíkum. Þetta er ekki beinlínis sú leið sem maður hefði talið að vinstri stjórn færi, en einhvern veginn virðist hún lömuð af ákvarðanafælni – kerfið er sterkara en hún.

Jónas Kristjánsson gerir þessu góð skil í stuttum pisti:

Afskiptaleysi er stjórnarstefna

Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Magnússon ráðherrar staðfesta afskiptaleysi sem stjórnarstefnu í bankamálum. Hvorugt telur æskilegt, að ríkisstjórnin taki ráðin af bankastjórum og skilanefndum, sem ögra þjóðinni. Bankastjórar veita rugluðum útrásarvíkingum forgang að fyrirgreiðslu, sem almenningur nýtur ekki. Skilanefndir stunda sjálftöku fjármuna úr rústum gömlu bankanna. Ráðherrarnir telja sig væntanlega hafa misst málin úr höndum sér við nýju einkavæðinguna. Þeir gera sér ekki grein fyrir, að afskiptaleysið hefur skaðað ríkisstjórnina meira en nokkuð annað. Gert þjóðina fráhverfa henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“