Lesandi síðunnar sendi þetta súlurit með eftirfarandi texta:
— — —
Hér er „skemmtileg“ tölfræði frá USA þar sem fram kemur að 20% landsmanna greiða 86% af skatttekjum þjóðarinnar. Með tilliti til skekkjumarka þá má alveg álykta að hlutfallið sé ekki langt frá þessu hér á Íslandi. Þetta hef ég tuðað um lengi, þ.e. að þótt „lágt“ hlutfall þjóðarinnar flytjist í burtu þá verði skatttekjumissirinn gríðarlegur enda nánast allt þetta fólk í topp 30% og við það bætist svo að þetta er barnafólk sem á víst að framleiða skattgreiðendur komandi ára, sem verður ekki. Þetta virðast ráðandi aðilar í landinu ekki skilja enda fullkomlega óhæf í sínum störfum og þá á ég bæði við núverandi ríkisstjórnarflokka og ekki síður Sjálfstæðisflokkinn sem þráast við að skipta út spillingarpésum.