fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hæpnar fullyrðingar um vanhæfi

Egill Helgason
Föstudaginn 12. febrúar 2010 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er verið að reyna að ýja að vanhæfi rannsóknarnefndar Alþingis. Yfirleitt kemur það reyndar úr svipaðri átt.

Þess er þá að gæta að nefndin er ekki dómsvald, heldur er skipuð samkvæmt lögum frá Alþingi til að skoða ýmsa þætti hrunsins.

Það er erfitt að sjá að í því ljósi sé nefndarmaðurinn Sigríður Benediktsdóttir vanhæf þótt hún hafi sagt að ein ástæða hrunsins sé gáleysi stofnana sem komu við sögu og græðgi.

Svo er líka spurning hvernig yrði úrskurðað um hið meinta vanhæfi. Þá þyrfti líklega einhver sem tekinn er fyrir í skýrslunni að kæra nefndina til héraðsdóms og þaðan færi málið væntanlega til hæstaréttar. Í millitíðinni myndi skýrslan líklega hafa birst og vera á vitorði allra landsmanna.

Nú hefur hlutum skýrslunnar verið dreift til nokkurra einstaklinga sem þar koma við sögu. Þeir fá að gera athugasemdir – mér er ekki kunnugt um hvernig verður tekið tillit til athugasemdanna eða hvort þær verði birtar.

En lögmenn eru þegar farnir að tala um að athugasemdafresturinn þurfi að vera lengri en þeir tíu dagar sem ætlaðir eru.

Því á ekki að ansa. Skýrslan þarf að komast út í síðasta lagi um mánaðarmótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“