Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur greint frá því að Frakkar hafi ekki viljað Icesave. Þeir hafi neitað Landsbankanum að opna þessa innlánsreikninga þar í landi.
Það er náttúrlega mikil guðsblessun. Væri ekki á það bætandi ef Íslendingar ættu líka í deilum við Frakka út af þessari vitleysu.
En fróðlegt væri að vita meira. Hvers langt var þetta mál komið, var undirbúningur að markaðssókn i Frakklandi hafinn, og hverju svöruðu Frakkarnir nákvæmlega?