fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Dasaður af svindilbraski

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. febrúar 2010 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Baugsmálinu kom í ljós að Jón Ásgeir fékk sér varla hamborgara án þess að láta fyrirtækið borga.

Nú sér maður að Jóhannes faðir hans býr í húsi sem er veðsett fyrir fáránlega háa fjárhæð.

Björgólfar þóttust hafa borgað fyrir Landsbankann, en svo kom í ljós að þeir fengu bara lán í Búnaðarbankanum sem þeir eru ekki búnir að greiða.

Svona virðist allt þetta „viðskiptaumhverfi“ hafa verið – það var algjört tabú að taka upp veskið.

Það er rétt sem Eiríkur Jónsson segir, maður fer að verða dasaður af öllum þessum fréttum af svindilbraski.

Síðast var það svo Kastljósið í kvöld þar sem skýrt var frá sérstakri þjónustu sem Landsbankinn veitir félagi sem nefnist Icelandic Group, eigendum þess og forstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt