Eins og kemur fram í fréttum RÚV í kvöld er Ólafur Ólafsson hvergi í persónulegum ábyrgðum sjálfur. Það kemur ekki á óvart. Bankar og félög sem hann hefur átt aðild að geta farið unnvörpum á hausinn, en hann er ekki ábyrgur.
Eða er það ekki kölluð „takmörkuð ábyrgð“?
En hann deyr heldur ekki ráðalaus. Félög tengd Ólafi eru sögð skulda gamla Kaupþingi meira en 200 milljarða króna.
En á móti veifar Ólafur gjaldmiðlaskiptasamnngi frá því hann og félagar hans voru í stórum stíl að reyna að græða á því að fella gengi íslensku krónunnar. Hann og félagar hans telja að þegar það verði gert upp muni bankinn jafnvel skulda þeim…