22. júlí 2008 birtist í Viðskiptablaðinu viðtal við Finn Sveinbjörnsson, þáverandi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og núverandi bankastjóra Arionbanka. Finnur sagði þá að öfgakennd og móðursýkisleg umræða um íslenskt efnahagslíf væri á undanhaldi í erlendum fjölmiðlum.
„Bankarnir sjálfir, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð hafa lagt mikið á sig,“ segir Finnur, „að ógleymdum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem hafa talað á ráðstefnum og við fjöldann allan af viðskiptafjölmiðlum. Þá hefur Richard Portes, prófessor við London Business School reynst betri en enginn. Einnig tel ég að Kaupþing hafi gert rétt þegar bankinn hóf að siga lögfræðingum á fjölmiðla sem fóru með fleipur um bankann.“