fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Það var einfaldlega logið

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. febrúar 2010 22:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er frásögn hins víðlesna dagblaðs De Volkskrant af yfirheyrslu rannsóknarnefndar yfir Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands. Greinin birtist 5. febrúar.

Svo hljómar hluti hennar í íslenskri þýðingu:

“Traust” er í teóríunni sá grunnur sem eftirlitsstofnanir evrópsku fjármálamarkaðanna byggja samstarf sitt á. Banki heyrir undir eftirlit í því landi þar sem höfuðstöðvar hans eru, og sá eftirlitsaðili miðlar upplýsingunum til þeirra landa þar sem bankinn er með starfsemi.

Nout Wellink, forseti Hollandsbanka (DNB), greindi rannsóknarnefnd De Witt á fimmtudaginn í stórum dráttum frá því hvernig samstarfinu við Ísland var háttar. Það var síðsumars 2008 og lánsfjárkreppan fór að taka á sig mjög alvarlega mynd. Ísland var augljóst fórnarlamb kreppunnar; eyþjóðin starfrækti risavaxinn fjármálaiðnað með íbúafjölda sem taldi 300 þúsund sálir.

Wellink spurði íslenska starfsbróður sinn hvernig staða íslensku bankanna og íslenska fjármálakerfisins væri. Áhyggjur hollenska eftirlitsaðilans voru þungar því þá hafði íslenski Icesafe bankinn náð til sín mörg hundruð miljónum af sparifé í Hollandi. “Hann byrjaði heillanga ræðu um möguleika íslensks efnahagslífs þegar til lengri tíma væri litið, um uppsprettur, hveri, fisk og ég veit ekki hvað meir. Og það hversu vel bankarnir stæðu,” sagði Wellink.

Þetta var þann 3ja september. Tæpri viku seinna sagði Íslendingurinn við Wellink að hann hafði þegar fyrir sex mánuðum síðan varað við valtri fjárhagslegri stöðu íslenska bankakerfisins. “Ég vonaði lengi að hann hafi einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því”, sagði Wellink fyrir rannsóknarnefndinni. “En þá hugsaði ég með sjálfum mér: það var einfaldlega logið að okkur.”

reportage wellink

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni