Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, segir að Tony Blair þurfi að lesa meiri Dostojevskí. Þetta sagði hann eftir fund Blairs með rannsóknarnefnd um Íraksstríðið.
Í bókum Dostojevskís horfa persónurnar í sál sína af miskunnarlausum heiðarleika.
En Williams bætti við að Blair væri einhver ó-dostojevískasta persóna í Bretlandi.
Í dag birtist í Morgunblaðinu Reykjavíkurbréf þar sem er fjallað um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar að styðja Íraksstríðið. Sem texti er þetta að vissu leyti einstakt – sökum þess að þarna skrifar fyrrverandi forsætisráðherra um sjálfan sig í þriðju persónu.