Jónas Kristjánsson er sjötugur í dag.
Tveir menn höfðu mest áhrif á þá kynslóð blaðamanna sem ég er af: Jónas og Vilmundur Gylfason.
Það var skóli út af fyrir sig að lesa leiðara Jónasar í Vísi, Dagblaðinu og DV. Hann hafði skarpa og oft frumlega sýn á íslenskt samfélag – klíkuskapinn, kjördæmapotið, skinhelgina– skildi þetta betur en aðrir.
Og Jónas má líka eiga það að hann hefur getað skipt um skoðun á hlutunum – það er betra en að spóla alltaf í sama farinu.
Og hann er enn að, á vefsíðunni jonas.is.
Ég óska honum til hamingju með afmælið.