Tónninn í Icesave umræðunni er mjög skrítinn á báða bóga.
Þórólfur Matthíasson prófessor skrifar grein um málið í Aftenposten í Noregi. Þórólfur telur að það verði Íslendingum dýrt að borga ekki og færir rök fyrir því.
Þá rís upp Ögmundur Jónasson og fer að hrópa um „níðskrif“ og útmálar Þórólf sem einhvers konar agent fyrir óvini þjóðarinnar í útlöndum.
Það er umræða af þessu tagi sem við eigum síst að stunda á þessum tíma. Þórólfur er frjáls skoðana sinna, rétt eins og Ögmundur.
Hvað varðar það að Þórólfur skrifi í erlent blað, þá eigum við ekki að vera með eina tegund af málflutningi til heimabrúks og svo aðra fyrir útlendinga.