Gunnar Tómasson stílar þetta bréf til alþingismanna.
— — —
Ágætu alþingismenn.
Eftirfarandi skilgreining á hugtakinu „odious debt” („skítleg skuld”) er að finna á vefnum:
„In international law, odious debt is a legal theory which holds that the national debt incurred by a regime for purposes that do not serve the best interests of the nation, such as wars of aggression, should not be enforceable. Such debts are thus considered by this doctrine to be personal debts of the regime that incurred them and not debts of the state. In some respects, the concept is analogous to the invalidity of contracts signed under coercion.”
Ummæli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um ótilgreind leynileg atriði í sambandi við samningsstöðu Íslands í Icesave-málinu vekja þá spurningu hvort hugtakið „odious debt” megi e.t.v heimfæra á skuldbindingar íslenzkra stjórnvalda gagnvart Bretum og Hollendingum vegna meintrar „forfjármögnunar” þeirra á endurgreiðslu Icesave innstæðna eins og nú skal greint.
Íslenzka bankakerfið hrundi 6. október 2008. Tveimur dögum síðar telur Ríkisstjórn Íslands tímabært að lýsa yfir þakklæti sínu vegna aðgerða brezkra stjórnvalda og fimm dögum síðar fagnar ríkisstjórnin samkomulagi við hollensk stjórnvöld um lausn málsins.
Þessi tímasetning gefur til kynna
(a) að íslenzk stjórnvöld hafi rasað um ráð fram og vanrækt að kynna sér alla málavöxtu og valkosti við meðferð Icesave málsins, eða
(b) að atvikarásin frá og með 6. október 2008 hafi ekki komið íslenzkum stjórnvöldum á óvart.
Í þessu sambandi vekur athygli að Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í samningum við Breta og Hollendinga, fullyrti í Silfri Egils nýlega „að það var ákveðið mjög snemma að fara samningaleiðina og íslenzk stjórnvöld samþykktu á sínum tíma forfjármögnun [Breta og Hollendinga á endurgreiðslum til eigenda Icesave-reikninga] og að við stæðum við þessa skuldbindingu.”
Umsögnin um samþykki íslenzkra stjórnvalda á forfjármögnun komu mér á óvart.
Í SETTLEMENT AGREEMENT milli Breta og Íslendinga dags. 5. júní 2009 er ekki minnst á neitt slíkt samþykki og atvikarásinni er lýst með allt öðrum hætti:
On 6 October 2008, Landsbanki encountered severe liquidity and other financial difficulties which led it to default on its obligations to depositors and other creditors and which resulted in the “Icesave” website operated by the UK Branch ceasing to function. On 8 October 2008, the Financial Services Authority (the “FSA”) in the United Kingdom declared the UK Branch to be “in default” under the Scheme. On 27 October 2008, FME issued its opinion that Landsbanki was, on 6 October 2008, unable to make payment of the amount demanded by certain depositors and that, therefore, TIF was obligated to pay compensation in accordance with Article 9 of Icelandic Act No. 98/1999. In respect of the claims of depositors with the UK Branch, TIF became obligated to pay an amount of up to Є20,887 to each individual depositor.
Hér virðist tvennt vera til í stöðunni:
1. Að íslenzk stjórnvöld hafi ekki samþykkt fyrirfram slíka forfjármögnun – að þar hafi verið um að ræða einhliða ákvörðun Breta og Hollendinga sem bindur ekki íslenzk stjórnvöld á neinn hátt.
2. Að íslenzk stjórnvöld hafi samþykkt forfjármögnun án samþykkis Alþingis – að þar hafi verið um að ræða stjórnarskrárbrot sem allir aðilar málsins gerðu sér grein fyrir og hafa sameinast um að halda leyndu.
Fljótt á litið virðist mega heimfæra hugtakið „odious debt” á (leynilegar) skuldbindingar íslenzkra stjórnvalda varðandi „forfjármögnun” Breta og Hollendinga án heimildar Alþingis.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur