fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Þegar gott fólk aðhefst ekki

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. febrúar 2010 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sem fjöllum um þjóðfélagsmál á tíma íslenska hrunisins höfum orðið vör við fólk sem veit mjög mikið um það sem gerðist, er kannski til í að skýra frá einhverju í leynilegum samtölum, en vill ekki fyrir nokkra muni stíga fram, tala opinberlega eða hafa samband við þar til bær yfirvöld.

Sigrún Davíðsdóttir skrifar um nauðsyn þess að gott fólk aðhafist og þegi ekki yfir lögbrotum eða tortryggilegum gjörningum.

„Það er stundum talað um – og er ekki fjarri lagi – að um þrjátíu menn hafi komið Íslandi í kreppu. En umsvifin voru möguleg því einhverjir voru tilbúnir til að gera vinum og kunningjum greiða eins og að lána félög eða leppa félög, að afgreiða mál án þess að spyrja of náið út í hver tilgangurinn væri eiginlega. Þeir sem ekki eru forkólfar í slíkum málum en búa yfir vitneskju þurfa að horfast í augu við að þeir verða mjög líklega spurðir út úr einn góðan veðurdag. Þá er betra að hafa frumkvæði að því að koma með upplýsingar og geta þá átt von á að hugsanleg sök verði metin í samhengi við upplýsingarnar sem boðnar eru. Miklu betra en bíða þess að vera handtekinn og færður til yfirheyrslu. Ef þeir sem vita að þeir hjálpuðu til vafasamra verka stíga fram og segja yfirvöldum sína sögu þá er loks von til að eitthvað breytist á Íslandi. Von til að skuggabaldrar viðskiptalífsins sem var missi tökin á eignunum og völdunum sem þeim fylgja. Eins og einn viðmælandi Spegilsins sagði þá getur gott fólk sem aðhefst ekkert í raun verið hættulegt fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar