David Hale skrifar í Financial Times og segir að vandi Íslands sé ekki síst geópólitískur og helgist af því að Bandaríkjamenn lögðu niður herstöð sína hér á landi. Hale heldur því fram að Bandaríkin hefðu ekki látið Ísland verða helsta fórnarlamb kreppunnar ef þeir hefðu enn haft bandarískan her í landinu. Þá hefði hjálpin komið að vestan.
Svo leggur Hale til að Ísland taki að sér að vista fangana frá Guantanamo – og fái ríflega greitt fyrir. Það sé góð lausn fyrir bæði Ísland og Bandaríkin.
Það mætti náttúrlega vista þá í Stjórnarráðinu – sem löngum var fangelsi.