fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Vandi háskólanna

Egill Helgason
Mánudaginn 1. febrúar 2010 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Margeirsson sendi þessa athugasemd í framhaldi af viðtali við Hákon Hrafn Sigurðarson í Silfri Egils í gær.

— — —

Fjármál háskóla og fjármögnun þeirra eru mjög í brennidepli núna og því ekki skrýtið að gagnrýnir menn kanni hvað er satt og rétt. Núverandi rektorar stóru háskólanna tveggja, Kristín Ingólfsdóttir (HÍ) og Ari Kristinn Jónsson (HR) eru hvort um sig mjög hæf og líkleg til að stýra sínum stofnunum af skynsemi. Það eru hinsvegar fortíðardraugar á báðum stöðum. Háskóli Íslands hefur lengi burðast með æviráðna og/eða afar ráðsetta prófessora sem oft á tíðum hefur vantað “hungrið” í að ná akademískum árangri. Á sama tíma hefur HR farið nokkuð geyst í uppbyggingu og ljóst að viðskiptamódel Svöfu Grönfeldt, með áherslu á alþjóðlegt viðskiptanám, hefur ekki gengið upp.

Aðrir háskólar standa þessum tveimur að baki, en þeir skólar sem byggt hafa upp einhverskonar sérstöðu hafa að ákveðnu leyti sterka stöðu. Rekstur margra minni háskólanna hefur einkennst af fjárhagslegum erfiðleikum og má þar t.d. nefna Háskólann á Hólum, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Bifröst.

Afar mikilvægt er að Menntamálaráðherra taki strax strategískar ákvarðanir um framtíðaruppbyggingu háskólakerfisins á Íslandi. Að mínu mati er algjört grundvallarmál að þar verði tekið tillit til tveggja lykilmála fyrir íslenskt samfélag í dag.

1. Að stuðlað verði að auknu gagnsæi í stjórnkerfi, viðskiptalífi og stjórnmálum. Hvað þennan þátt varðar, verður ekki annað sagt en að allir íslenskir háskólar hafi fengið algjöra falleinkunn. Vísindamenn HR hafa að nokkru leyti verið í vorkunnarverðri stöðu hingað til, með fyrrverandi stjórnarmann í Landsbankanum sem æðsta yfirmann. Vísindamenn HÍ eiga sér hinsvegar engar afsakanir. Hversvegna í ósköpunum hafa gagnrýnir vísindamenn HÍ ekki tekið sig til og grafist fyrir um tengsl stjórnmála, viðskiptalífs og dómstóla í íslensku samfélagi? Fást e.t.v ekki styrkir til að greina slíkt? Hvað með öll hin viðfangsefnin? Hafa verið haldnir opnir umræðufundir innan háskólanna um hrunið? Hafa stúdentar látið í sér heyra – krafist breytinga? Hvert beinist orka nemenda – hvert er henni beint? Er þægindastuðullinn svo hár að menn bara vonast til að sigla áfram, óáreittir? Hér verða háskólarnir að skipta um gír. Ef háskólarnir þjóna ekki þörfum samfélagins, mun samfélagið á endanum hætta að greiða til háskólanna.

2. Að stuðla að aukinni verðmætasköpun í samfélaginu. Hér hafa háskólarnir á margan hátt staðið sig ágætlega, en betur má ef duga skal. Nýleg úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís hefur verið gagnrýnd talsvert, en þar voru háskólamenn nánast einráðir þegar að styrkúthlutunum kom. Í mjög fáum tilvikum var um samstarfsmenn að ræða úr atvinnulífinu. Samstarf við sjávarútvegsfyrirtæki, sem í dag standa undir verulegum hluta af gjaldeyrisskapandi framleiðslu Íslendinga í dag, er vart á borðinu. Ef ná skal fram hámarks verðmætasköpun í íslensku samfélagi er lykilatriði að heilbrigt atvinnulíf, stofnanir og háskólar vinni saman og nýti á skilvirkan hátt þann mannauð sem er fyrir hendi.

Líklega er staðan í háskólunum á Íslandi sú sama og víðast hvar annarsstaðar í samfélaginu. Allir eru tengdir öllum og enginn þorir að taka á neinu. Spyrja má hvort best væri að útiloka Íslendinga frá rektorsstöðum háskóla næstu 5 árin og fá svo alvöru jaxla, án tengsla, í að endurskipuleggja allt saman?

Hvað varðar rekstrarvanda HR  má auðvitað vera ljóst að leiga, sem bundin er gengisvísitölu að verulegum hluta, hefur hækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. Að eiga viðskipti við Fasteign á “uppgangsárunum” hefur reynst allmörgum dýrt. Álftnesingar hafa líklega fengið hvað harðast að kynnast því. Íbúar Reykjanesbæjar og fleiri munu fá að kynnast afleiðingum þeirra viðskipta betur í framtíðinni. Flestum er eflaust líka að verða ljóst að stóru viðskiptabankarnir þrír tóku stöðu gegn krónunni. Að því leyti má í raun segja að 40% afskrift á leigu HR sé ekki óeðlileg. En út frá samkeppnisstöðu háskóla og réttlætissjónarmiðum gagnvart almenningi, hlýtur 40% afskrift á næststærsta kostnaðarlið stofnunar eins og HR að vera allrar gagnrýni verð.

Varðandi áreiðanleika fréttarinnar um HR og afskriftina þarf þar að hafa í huga hver skrifar hana. Þar er á ferð Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann lét sig hverfa af þeim miðli þegar menn fóru að efast um möguleika til að vinna án afskipta núverandi ritstjóra. Maður sem virðist ekki láta stýrast af hagsmunum vinnuveitandans, heldur segir sannleikann – umbúðalaust. Miðað við þá sögu sem Þorbjörn á sem blaðamaður hingað til er lítill vafi á því að fréttin á við rök að styðjast. Enda, eins og fyrr segir, ljóst að viðskiptavinir Fasteignar hafa þurft að horfast í augu við hrikalegar hækkanir á leigu. Þegar menn geta ekki gengið í vasa útsvarsgreiðenda, líkt og á Álftanesi, er í sjálfu sér einungis um tvennt að velja; að setja lántakann í þrot (sem líklega hefði reynst erfitt í tilfelli HR) eða gefa eftir hluta skuldbindingarinnar.

Eins og fyrr segir er afar mikilvægt að Menntamálaráðherra taki strax strategískar ákvarðanir um framtíðaruppbyggingu háskólakerfisins á Íslandi. Það þarf að hreinsa til, af alvöru.

Þær ákvarðanir verða að taka mið af þeim atriðum sem þegar hafa verið rædd sem og af áralangri fræðilegri uppbyggingu hjá HÍ, en jafnframt af öflugri uppbyggingu HR síðustu ár og meira “hungri” en greina má sumsstaðar annarsstaðar í háskólakerfinu. Verst er að bíða og gera ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Vandi háskólanna

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar