fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Prófkjörin og flokkarnir

Egill Helgason
Föstudaginn 22. janúar 2010 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórnarmaður utan af landi, nú látinn, sem ég ræddi stundum við sagði að það skipti engu máli hvaða flokkar væru í sveitarstjórnum – það ylti allt á einstaklngunum. Hann sagði þetta af langri reynslu. Benti á einn bæ sem blómstraði undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og annan sem gerði það líka undir stjórn vinstri manna.

Ég hef lengi haldið því fram að flokkspólitískar áherslur í stjórnmálunum í Reykjavík séu borgarbúum ekki til heilla. Það er núorðið sáralítill meiningarmunur milli flokkanna í velferðarmálum, og hvað varðar skipulagsmálin þá gengur skoðanaágreiningurinn oft þvert á flokkana.

Ég hef áður sagt að mér sýnist margt ágætlega frambærlegt fólk vera í framboði í fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir frambjóðendurnir eru ungir og virka áhugasamir; þeir eru ekki endilega fjöldaframleiddir á flokkskontórum. Mér sýnist þetta vera betra en í flestum borgarstjórnarkosningum sem ég man eftir. Það var á köflum alveg hræðilegt mannval í borgarstjórn þegar ég byrjaði að fylgjast með pólitík.

Ég kem til dæmis auga á fjóra eða fimm frambjóðendur úr Sjálfstæðisflokknum sem ég gæti vel hugsað mér að kjósa.

Álíka marga úr Samfylkingunni.

Og að minnsta kost þrjá úr VG.

Ég veit heldur ekki betur en að oddviti framsóknarmanna hafi unnið ágætt starf þegar hann var í Alþjóðahúsinu.

Bara að þetta fólk gæti unnið saman.

Því það gegnir öðru máli að fara og kjósa þessa flokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?