Hér er skemmtileg síða sem léttir lundina þegar fólk er að fara inn í helgina, eins og sagt er.
Þetta er síða viðburðafyrirtækisins Carole Ward Events sem greininlega hefur séð um ýmsa hátíðlega atburði fyrir nýríka Íslendinga þegar útrásin var í hámæli.
Til dæmis opnun skrifstofu Glitnis í New York, kvennadegi á Ascot veðreiðunum á vegum Landsbankans og ferð á vegum þess sama banka til Marrakesh í Marokkó, með einkaþotum, úlfaldareið og fleiri skemmtiatriðum.
En þetta mun vera hótelið sem Landsbankamenn gistu á í Marrakesh. Ódýrasta gistingin sem þar er hægt að fá kostar 360 evrur nóttin.