Ég skrifaði fyrr í dag um Útlendingastofnun og hvernig hún beitir valdi sínu gagnvart innflytjendum, neitar fólki sem er í fullri vinnu hjá hinu opinbera um dvalarleyfi vegna þess að það geti ekki framfleytt sér – en skoðar þá tekjur þess eftir skatta.
Hér er frétt frá Stöð 2 um sama mál, birtist fyrir jólin.