fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Jólin og áfengið

Egill Helgason
Laugardaginn 19. nóvember 2011 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmis æðin sem ganga yfir Ísland kringum jólin – einatt miða þau að því að auka áfengisneyslu landans.

Var þó oft um það talað í eina tíð að jólin væru hátíð barnanna – að þau upplifðu litla gleði þegar foreldrarnir stunduðu drykkju á jólum.

Fyrst var það jólaglöggið – það er sagt að leigubílstjórar hafi glaðst þegar neysla þess minnkaði. Þeim fannst erfitt að þrífa rautt gubb – með rúsínum – úr bílunum hjá sér. Íslendingar eru líklega eina þjóðin í heiminum sem hefur reynt að drekka sig fulla á þessum drykk sem nefnist glühwein í Evrópu.

Svo voru það jólahlaðborðin – þau eru ennþá við lýði. Sumum finnst reyndar frekar ógeðslegt að éta mat af borði þar sem drukkið fólk hefur farið um, frussað ofan í hann og verið með lúkurnar ofan í honum.

Nú er það jólabjórinn. Það er ekki friður fyrir jólabjórsáróðri í fjölmiðlum. Þeir bjóða upp á jólabjórssmakkanir og svo erum við minnt á að jólabjórinn hafi selst upp í fyrra.

Þetta byrjar strax snemma í nóvember – ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk