Bjarni Benediktssyni þótti takast vel að flytja tilfinningaþrungna ræðu við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Líklega verður hann endurkjörinn formaður – það eina sem gæti komið í veg fyrir það er að Sjálfstæðismenn meti það sem svo að Hanna Birna sé líklegri til að afla flokknum fylgis. Skoðanakannanir benda til þess.
Fyrir nokkrum árum á landsfundi var lögð fram endurreisnarskýrsla þar sem talað var um að fólkið hefði brugðist en ekki stefnan.
Nú er kominn nokkuð annað hljóð í strokkinn, því Bjarni lagði sérstaka lykkju á leið sinni til að gefa forverum sínum á formannsstóli – helstu leiðtogum þjóðarinnar á árunum fyrir hrun – sérstakt heilbrigðisvottorð.
Má kannski ráða af því að fortíðin teljist ekki lengur vandamál í flokknum.