Kári hefur þann vana að fara með bók í skólann. Undanfarið hefur hann verið að lesa Harry Potter, er kominn á fimmta bindi, það þykkasta.
Í morgun hélt ég að ég hefði stungið bókinni í töskuna hjá honum.
Þegar Kári kom heim úr skólanum sagði hann að ég hefði sent hann með vitlausa bók.
Hann fór með Öreigana í Lodz – doðrantinn sem ég bloggaði um í gær.
Hér á heimilinu er uppi sú kenning að ég sé búinn að lesa yfir mig og sé orðinn alveg ringlaður.