fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Fjáraustur vegna fallinna sparisjóða

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. nóvember 2011 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparisjóður Keflavíkur er eitt stærsta hneykslið í íslenska hruninu – jú, reyndar er það með ólíkindum hvernig sparisjóðakerfið hér var lagt í rúst af taumlausri græðgi.

Þetta eru mál sem ekki hafa verið rannsökuð almennilega – við vitum einfaldlega ekki nógu vel hvað gerðist innan sparisjóðanna. Einstaka sparisjóður stóð þó utan við ruglið og ekki furða að marga langi að setja fé sitt þangað. En manni hefur stundum komið tryggð fjármálaráðherrans við sparisjóðina einkennilega fyrir sjónir.

Nú bendir flest til þess að ríkið þurfi að borga stórar fjárhæðir, allt upp í 30 milljarða, vegna Sparisjóða Keflavíkur. Málefni Byrs – annars sparisjóðs sem var eyðilagður – eru líka á döfinni, þar þarf ríkið að leggja fram fé gegn tryggingum sem ekki fæst uppgefið hverjar eru.

Málið er allt hið skringilegasta, þingmenn fá ekki upplýsingar, það er engin furða þótt stjórnarandstaðan hafi brugðist illa við þessu í gær. Það er verið að læða þessu í gegnum þingið í tengslum við afgreiðslu fjáraukalaga.

Öll þessi málsmeðferð ber vott um skort á gegnsæi og hún beinlínis æpir á að sparisjóðirnir verið rannsakaðir með opnum og heiðarlegum hætti – einhver slík rannsókn er gangi en það ferli er ekki sérlega traustvekjandi, hún fékkst ekki í gegn nema með miklum semingi fyrir tilstilli stjórnarandstöðuþingmanna, og niðurstaða er ekki að vænta fyrr en seint og um síðir fyrir tilstilli– mörgum árum eftir hrunið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk