Meðal gesta í Kiljunni í kvöld eru Guðrún Eva Mínervudóttir og Hallgrímur Helgason.
Guðrún Eva segir frá skáldsögu sinni sem nefnist Allt með kossi vekur en Hallgrímur ræðir um bók sína Kona við 1000 gráður.
Við fjöllum um skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar Morgun lífsins og sýnum brot úr þýskri stórmynd sem var gerð eftir henni árið 1954.
Kolbrún og Páll Baldvin fjalla um þjár bækur: Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Bónusstelpuna eftir Rögnu Sigurðardóttur og Gegnum glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur.
En Bragi segir söguna af bandarískri auðmannsdóttur sem kom til Íslands snemma á áttunda áratugnum, lenti í ástarsambandi við skáld og draumóramann – en endaði líf sitt í sorg.