Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist sakna Berlusconis.
Sú var tíðin að hann og Davíð Oddsson voru í matarboðum með Berlusconi. Davíð heimsótti hann meira að segja í villuna miklu á Costa Esmeralda á Sardiníu þar sem Berlusconi sankaði að sér þjóðarleiðtogum, frægðarfólki – og ungum fegurðardísum. Davíð lýsti því hvað þetta væri áhugaverður og merkur maður.
Hannes segir að Berlusconi hafi haft fjölmiðlana á móti sér. Að vísu átti hann meira og minna alla fjölmiðla á Ítalíu og náði líka hreðjatökum á ítalska ríkissjónvarpinu. Eftir þennan tíma er ítalskt sjónvarp ótrúlega grátt leikið, það þykir það lélegasta í heimi – uppfullt af leikjaþáttum og körlum sem hafa sér til aðstoðar fáklæddar konur með aflitað hár.
Fjölmiðlar utan Ítalíu voru alltaf krítískari á Berlusconi, enda skilur hann eftir sig rjúkandi rúst eftir langt tímabil stöðnunar. Tímaritið Economist gerði oft stólpagrín að honum, gríninu fylgdi þó mikil alvara.
Ég birti um daginn tvær forsíður blaðsins sem fjölluðu um Berlusconi, hér eru tvær í viðbót.
Þessi er frá því í júní 2011:
Og þetta er sú nýjasta, evrukrísan Berlusconi eftir valdatíma Berlusconis (takið eftir því sem konan i horni orgíunnar segir – „hann sagði að ætti að senda reikninginn til Frú Merkel í Berlín“):