fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Söknuður að Berlusconi

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. nóvember 2011 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist sakna Berlusconis.

Sú var tíðin að hann og Davíð Oddsson voru í matarboðum með Berlusconi. Davíð heimsótti hann meira að segja í villuna miklu á Costa Esmeralda á Sardiníu þar sem Berlusconi sankaði að sér þjóðarleiðtogum, frægðarfólki – og ungum fegurðardísum. Davíð lýsti því hvað þetta væri áhugaverður og merkur maður.

Hannes segir að Berlusconi hafi haft fjölmiðlana á móti sér. Að vísu átti hann meira og minna alla fjölmiðla á Ítalíu og náði líka hreðjatökum á ítalska ríkissjónvarpinu. Eftir þennan tíma er ítalskt sjónvarp ótrúlega grátt leikið, það þykir það lélegasta í heimi – uppfullt af leikjaþáttum og körlum sem hafa sér til aðstoðar fáklæddar konur með aflitað hár.

Fjölmiðlar utan Ítalíu voru alltaf krítískari á Berlusconi, enda skilur hann eftir sig rjúkandi rúst eftir langt tímabil stöðnunar. Tímaritið Economist gerði oft stólpagrín að honum, gríninu fylgdi þó mikil alvara.

Ég birti um daginn tvær forsíður blaðsins sem fjölluðu um Berlusconi, hér eru tvær í viðbót.

Þessi er frá því í júní 2011:

Og þetta er sú nýjasta, evrukrísan Berlusconi eftir valdatíma Berlusconis (takið eftir því sem konan i horni orgíunnar segir – „hann sagði að ætti að senda reikninginn til Frú Merkel í Berlín“):

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk