Flestum ber saman um að samningur við Evrópusambandið verði ekki tilbúinn fyrir kosningar sem á að halda snemma vors 2013.
Þetta gæti leitt af sér dálítið pínlega stöðu.
Ef núverandi ríkisstjórn situr áfram er ljóst að viðræðunum verður fram haldið. Þær gætu verið að komast á lokastig í kringum kosningarnar.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagst ætla að slíta viðræðum við Evrópusambandið komist flokkurinn til valda.
Þeir gætu fengið tækifæri til þess þegar samningur er nánast fullkláraður – eftir næstu kosningar.
En þá gæti orðið dálítið erfitt að standa við loforðið.