Ég á miða á sinfóníutónleika á morgun þar sem er býsna fjörleg efnisskrá – píanókonsert númer tvö eftir Rakhmaninoff og Pláneturnar eftir Gustav Holst. Engin þyngsli þar á ferðinni.
Það er Ramon Gumba sem á að stjórna en einleikari er rússneski píanósnillingurinn Denis Matusev.
Nú ber svo við að allt stefnir í verkfall hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Og það veit enginn hversu langt það verður – hljóðfæraleikarar geta líklega ekki haldið uppi þrýstingi líkt og til dæmis flugmenn.
Verkfall væri sorglegt nú þegar hjómsveitin er nýflutt inn í Hörpu.
En ef tónleikarnir falla niður vegna verkfalls, þá er Matusev velkomið að taka í píanóið hérna í stofunni hjá mér.