fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Gagnleg samkoma

Egill Helgason
Mánudaginn 31. október 2011 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Silfrinu í gær lýsti Paul Krugman yfir stuðningi við Occupy hreyfinguna. Hann sagðist hafa haldið að hlutirnir myndu breytast eftir áfallið 2008, en það hafi þeir ekki gert.

Krugman sagði að verðtryggingin á Íslandi væri mistök – hún væri andfélagsleg. En um íslensku krónuna sagði hann að hún hefði verið gagnleg. Verðtryggingin hægði hins vegar á efnahagsbatanum.

Willem Buiter er ekki hrifinn af verðtryggingunni heldur, hann segir að það verið að binda enda á hana þrátt fyrir að sumir séu hrifnir af vörninni sem í henni felst.

Buiter – sem er einn skarpasti hagfræðingur í heimi – talaði um að 110 prósenta leiðin sem hér hefur verið farin sé geggjun. Hann telur að nær væri að fara 70 prósenta leið, það sé nauðsyn að hafa almenna skuldauppgjöf (jubilee). Buiter telur að Ísland muni þurfa að bindast stærri heild í framtíðinni, ein af ástæðunum sé einfaldlega skortur á mannauði.

Simon Johnson er áhyggjufullur vegna þeirrar stöðu sem heimurinn er í – þar sem fjármálaheimurinn hefur tekið völdin af stjórnmálunum. Margir bankar eru taldir of stórir til að falla, þrátt fyrir ógöngurnar sem þeir hafa komið okkur í. Heilu ríkin riða á barmi falls vegna skulda – Johnson telur að þurfi að fara að mikilli gát við að trappa kerfið niður.

Hafi menn haldið að hagfræðingarnir á ráðstefnu AGS væru einhvers konar jámenn var það misskilningur – þetta var hin gagnlegasta samkoma þar sem fóru fram óheft en siðuð skoðanaskipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk