fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Frá tíma Hoxhas

Egill Helgason
Laugardaginn 29. október 2011 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í þessum mánuði lést Ramiz Alia, sá sem var leiðtogi kommúnistaflokks Albaníu síðustu árin sem flokkurinn ríkti. Hann var 85 ára og dó úr lungnaveiki.

Alia tók við af sjálfum Enver Hoxha árið 1985. Hann linaði tökin frá einræði Hoxhas – það endaði með því að kommúnisminn í Albaníu féll.

Albanía undir Hoxha var eitthvert sérkennilegasta ríki sem um getur. Vænisýki gagnvart allri veröldinni var eiginlega hin opinbera stjórnarstefna. Smátt og smátt var skorið á öll tengsl við umheiminn – allir nema Hoxha voru illþýði og svikarar. Hoxha fyllti landið af sprengjubyrgjum, undir það síðasta voru sprengjubyrgi það eina sem var nóg af í hinni kommúnísku Albaníu. Það er sagt að byggð hafi verið 750 þúsund sprengjubyrgi, í landi sem taldi 3 milljónir. Engir nema Albanir voru nógu hreinir á kenningunni – allir hinir voru heimsvaldasinnar eða endurskoðunarsinnar.

Einn merkasti rithöfundur núlifandi, Ismail Kadare, hefur lýst þessu kæfandi einræði í skáldsögum sínum. Ein sú besta, Arftakinn, lýsir kafkaísku valdatafli í kringum einræðisherra sem greinilega er byggður á Hoxha.

Á Íslandi starfaði um tíma byltingarhópur sem horfði til Albaníu eftir fyrirmyndum. Hér var líka sérstakt vináttufélag Íslands og Albaníu þar sem starfaði Þorvaldur Þorvaldsson, formannsframbjóðandi í VG. Einhverjir af félagsmönnum fengu að fara í heimsóknir til fyrirheitna landsins og er sagt að myndir hafi birst af þeim í dagblaðinu Zeri I Popullit (Rödd fólksins) í Tirana. Væri gaman að sjá þær ljósmyndir.

1. maí hátíðarhöld í Tirana á valdatíma Hoxhas. Hlustið á rödd þularins, hún er alltaf eins í áróðursmyndum frá tíma kommúnista, sama hvert tungumálið er, það er sami helgitónninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk