fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Bankarnir og einkavæðingin

Egill Helgason
Föstudaginn 28. október 2011 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er það svo að vart má sjá á milli hvort hefur gefist verr á Íslandi ríkisrekstur eða einkarekstur á bönkum.

Jú annars, einkareksturinn hefur gefist verr.

Ríkisbankarnir voru spilltir og lélegir – þeir voru ofurseldir stjórnmálaflokkunum og í gegnum þá var lánað fé til þeirra sem þeir höfðu velþóknum á. Þetta var afar slæmt kerfi og í því fólst mikil sóun.

En það keyrði náttúrlega um þverbak þegar bankarnir voru einkavæddir. Þá hófst glórulaust rugl og sjálftaka nýrra eigenda – sem voru líka pólitískir vildarvinir – og endaði með því að bankarnir sukku og tóku þjóðarbúið með.

Síðan voru tveir bankar einkavæddir aftur í hendurnar á kröfuhöfum – það kann að vera skiljanleg ákvörðun í ljósi þess að annars hefði ríkið þurft að láta stórfé í þá – en um leið er þetta afar slysalegt. Nú er sagt að bankarnir séu eign erlendra vogunarsjóða sem hafa fyrst og fremst áhuga á skammtímagróða.

Bankastjóri Landsbankans stígur fram á fundi LÍÚ – Landsbankinn er einn helsti verndari þeirra samtaka – og krefst þess að bankinn sinn verði einkavæddur hið fyrsta.

En væri kannski ráð að bankastjórinn setti hlutina í sögulegt samhengi – þar má til dæmis nefna braskvæðingu útgerðarinnar sem Bandaríkjamaðurinn Michael Lewis hefur lýst ágætlega – og gætti þess fyrst og síðast að vera trúr yfir því sem íslenska ríkið hefur falið honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk