Á sunnudagskvöldið sýnir sjónvarpið mynd sem við Ragnheiður Thorsteinson höfum gert um Gyrði Elíasson rithöfund.
Myndin byggir á röð viðtala sem ég hef átt við Gyrði á þessu ári, hér í Reykjavík og norður á Sauðárkróki.
Einnig er rætt við aðra rithöfunda sem hafa haft kynni af Gyrði og skáldskap hans.
Þátturinn er gerður í tilefni af því að Gyrðir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, en honum verða afhent þau á Norðurlandaráðsþingi í Kaupmannahöfn í byrjun nóvember.