Útreiðin sem stjórnmálin fá í nýrri skoðanakönnun MMR er beinlínis hrikaleg.
Aðeins 14 prósent landsmanna segjast bera traust til ríkisstjórnarinnar, en 13,6 prósent treysta stjórnarandstöðunni.
Traust til Alþingis er 10,6 prósent.
Þessi útreið ber vott um djúpa stjórnmálakreppu. Það hlýtur að vera erfitt að starfa í stjórnmálum við þessar aðstæður.
Það var að nokkru leyti skipt um þingheim í kosningunum 2009 – nýja fólkið hefur samkvæmt þessu ekki staðið undir væntingunum.
En yrði ástandið betra ef reynt yrði að skipta út aftur – er stjórnmála(ó)menningunni – og þá um leið umræðuhefðinni í samfélaginu – um að kenna eða eru það stjórnmálaflokkarnir sem eru vandamálið?