Í Kiljunni í kvöld heimsækjum við Vigdísi Grímsdóttur – tölum við hana í eldhúsinu heima hjá henni í Hlíðunum. Vigdís er að senda frá sér fyrstu skáldsöguna síðan 2003, hún nefnist Trúir þú á töfra?
Sigurður Pálsson segir frá nýrri bók eftir sig sem nefnist Bernskubók – hún segir frá uppvexti hans í Öxarfirði en þar bjó hann fram á unglingsár.
Kolbrún og Páll Baldvin ræða um þrjár bækur: Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur, Götumálarann eftir Þórarin Leifsson og Farandskugga eftir Úlfar Þormóðsson.
En við Bragi skoðum víxilinn fræga sem Halldór Laxness skrifaði upp á fyrir Dag Sigurðarson.
Ein af myndunum sem Vigdís Grímsdóttir málaði meðan hún var að vinna að skáldsögu sinni.