Alþýðusamband Íslands lemur hausnum við steininn – nú finnst manni nánast að komið sé blóð.
Í hagspá sambandsins er enn verið að klifa á álveri við Húsavík.
Það er búið að slá þessar framkvæmdir af borðinu – og reyndar virðast þær ekki hafa verið á döfinni síðan 200
En ASÍ er ekki búið að gefast upp.
Samt virðast lífeyrissjóðirnir sem verkalýðsforystan stjórnar ásamt atvinnurekendum ekki vera tilbúnir að lána peninga í orkuframkvæmdir.