Már Wolfgang Mixa hagfræðingur skrifar athyglisverðan pistil þar sem hann færir rök fyrir því að hægt sé að lækka vaxtakostnað heimilanna verulega með því einu að lækka hina háu ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða. Hún er 3,5 prósent – sem er fráleitt í hagkerfi þar sem ástandið er eins og hér.