Stjórn Bankasýslu Ríkisins segir af sér vegna uppnámsins út af ráðningu Páls Magnússonar.
Páll var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra þegar hin stórfurðulega einkavæðing bankanna fór fram á sínum tíma – þegar eigur almennings voru afhentar vildarvinum stjórnmálaforingja.. Eins og Jóhannes Björn benti á í Silfrinu í gær er stórfurðulegt að það mál skuli ekki hafa verið rannsakað.
En nú er líklega lag að gera það sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til – að leggja niður Bankasýsluna.