fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Afmælisdagur Liszts

Egill Helgason
Laugardaginn 22. október 2011 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég nefndi það í gær að í dag eru liðin 200 ár frá fæðingu ungverska tónskáldsins Franz Liszt. Þetta er mikill áhrifamaður í tónlistarsögunni, hann er sagður hafa verið afburða píanóleikari – sá fremsti á sinni tíð – og þróaði tónlistina fyrir hljóðfærið mikið. Hann var glæsimenni sem var dáður út um alla Evrópu og naut mikillar kvenhylli – því hefur verið líkt við rokkstjörnur seinni tíma. Hann ferðaðist fram og aftur um Evrópu – á tíma þegar ferðalög voru ekki auðveld. Vinur Liszts, annar frumkvöðull píanósins, Chopin spilaði hins vegar mjög sjaldan opinberlega. Samband Liszts og Chopins var reyndar ekki alveg einfalt – en hinn rómantíski andi verka þeirra og nýstárlegir hljómarnir sem þeir könnuðu breyttu tónlistarsögunni.

Þrátt fyrir frægðina var Liszt örlátur og sanngjarn maður. Hann var mög ör á fé, hélt góðgerðatónleika og velgjörðarmaður ýmissa tónskálda eins og Berlioz, Saint-Saëns og Wagners. Wagner giftist dóttur hans Cosimu. Það stafar ljóma af minningu hans.

Liszt skrifaði mikið af tónlist fyrir píanó, sumt af því útheimtir mikla tækni – og hefur jafnvel verið gagnrýnt fyrir að vera innantóm sýndarmennska. Þar hefur samanburðurinn við Chopin verið honum í óhag. Þessi viðhorf hafa þó verið mjög að breytast. Svo er annað í tónlist Liszt, hin hægu, angurværu verk, sem eru dásamlega fögur – eins og til dæmis Huggun nr. 3 sem hér er leikin af stórpíanistanum Vladimir Horowitz – takið eftir svipnum á honum lokin. Það er næstum eins og hann sé að kinka kolli til tónskáldsins.

http://www.youtube.com/watch?v=zS5LRRsNYZk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar