Menn virðast hafa þungar áhyggjur af nafni Ríkisútvarpsins.
Það var gerð skoðanakönnun og niðurstaðan var sú að fólki er núorðið tamt að tala um RÚV.
Þegar það heiti er notað er það ekki annað en viðurkenning á orðnum hlut.
Það er heldur ekki eins og skammstafanir séu nýmæli þegar sjónvarps- og útvarpsstöðvar eiga í hlut. Hér eru nefndar nokkrar af helstu stöðvum í nágranna- og vinalöndum:
Í Finnlandi er talað um YLE.
Í Noregi um NRK.
Í Danmörku um DR.
Í Svíþjóð um SVT.
Á Bretlandi er BBC.
Í Frakklandi TF1 og FR3.
Í Þýskalandi ZDF og ARD.
Á Ítalíu RAI.
En á Spáni TVE.
Í Bandaríkjunum höfum við svo CNN, ABC og NBC, en í Kanada CBC.