Það var merkilegt viðtalið við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar, í Kastljósi í gær. Bjarni virkar eins og mjög ærlegur maður – sem veitir ekki af eftir langvinnt makk pólitíkusa í Orkuveitunni.
Það var eiginlega ekki að heyra annað á máli Bjarna en að bygging næst stærstu virkjunar á Íslandi væri klúður – Bjarni sleppti því að verja allt ferlið eins og yfirleitt hefði verið búist við af slíkum forstjórum.
Svo voru það þessi merkilegu hliðarverkefni við virkjunina, hesthús og fjárrétt í Ölfusi, ljósleiðari, lýsing á Þrengslavegi – minnir óneitanlega á framgöngu Landsvirkjunar sem hefur beitt svipuðum aðferðum til að fá íbúa á sitt band.
Viðtalið sem Helgi Seljan tók má sjá með því að smella hérna.