fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Bjarni í óþægilegri stöðu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. október 2011 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Birna Kristjánsdóttir er líklega í lykilstöðu til að slá Bjarna Benediktsson af sem formann Sjálfstæðisflokksins.

En það er spurning hvort hún lætur til skarar skríða. Það gæti dregið til tíðinda á landsfundinum eftir nokkrar vikur – ólíkt því sem verður á landsfundi Samfylkingarinnar um næstu helgi, flestum ber saman um að þaðan sé engra tíðinda að vænta.

Hvað varðar málefni er enginn munur á þeim. Hanna Birna hefur gefið þá yfirlýsingu að hún vilji hætta viðræðum við Evrópusambandið – Evrópusinnar í flokknum þurfa semsagt ekki að ímynda sér að hún sé hliðholl þeim, en hinir háværu andstæðingar Evrópusambandsins geta kosið hana án þess að hafa áhyggjur.

Það er spurt hvort Hanna Birna njóti nægs fylgis á landsfundinum sjálfum – á móti kemur að skoðanakannanir hafa sýnt að hún nýtur miklu meira fylgist meðal almennra kjósenda en Bjarni. Landsfundarfulltrúar vilja formann sem getur trekkt að atkvæði, alveg burtséð frá því sem þingmennirnir þeirra segja.

Hlutirnir leggjast frekar óþægilega fyrir Bjarna. Sjálfstæðisflokkurinn er að kynna efnahagstillögur sínar og Bjarni er að fara í fundaherferð um landið, en sama dag birtist frétt í DV um að hann hafi verið kallaður í yfirheyrslu sem vitni vegna Sjóvármála. Bjarni var í viðtali um efnahagsmálin á Bylgjunni í morgun, en óhjákvæmilega fóru þáttastjórnendurnir að spyrja út í fréttina um Sjóvá. Það lagðist greinilega frekar illa í Bjarna.

Hanna Birna hefur lýst sig mjög andsnúna klækjastjórnmálum, eins og það er kallað. En einhver gæti spurt hvort það sé tilviljun að þessi tvö mál eru í fréttum á sama tíma – það eru liðnir nokkrir mánuðir frá því Bjarni var yfirheyrður.

Ég ætla samt enn að halda mig við þá kenningu að Hanna Birna bjóði sig ekki fram – að tryggð hennar gagnvart stofnunum flokksins sé svo mikil. En það má vera að ég hafi alveg rangt fyrir mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar