Í Kiljunni í kvöld verðum við á bókasýningunni miklu í Frankfurt. Þar hittum við rithöfunda og útgefendur og skoðum sýningarsvæðið.
Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um tvær nýútkomnar bækur, Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson og Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel í þýðingu Gyrðis Elíassonar.
Bragi sýnir okkur ýmislegt smálegt, þar koma meðal annars við sögu Ernest Hemingway, Árni frá Múla og Jónas frá Hriflu.
Bókasöfnin sem Íslendingar sýndu í Frankfurt vöktu feikilega athygli eins og kemur fram í þættinum í kvöld.