fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Ísland og Nató

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. október 2011 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins heimta stórfé í skaðabætur frá Nató fyrir að hafa svikið okkur í tryggðum, leggja þingmenn úr Vinstri grænum fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna verunnar í Nató.

Óánægjan í Natór er semsagt bæði á hægri og vinstri vængnum. Það hafa líka sést skrif á vefmiðlum til hægri þar sem er spurt hvaða erindi Íslendingar eigi í hernaðarbandalag sem sé farið að stunda stríð í löndum eins og Afganistan og Líbýu.

Veran í Nató hefur verðið ein meginstoð utanríkisstefnu Íslands. En hún var keyrð í gegn á þingi 1949 án þess að þjóðin fengi að segja álit sitt. Margt bendir til þess að hún hefði verið felld í þjóðaatkvæðagreiðslu á þeim tíma.

Um gagnsemi Nató í kalda stríðinu þarf samt ekki mikið að efast. Hernaðarbandalögin stóðu andspænis hvort öðru, grá fyrir járnum, en það kom ekki til stríðsins sem hefði getað útrýmt mannkyninu. Ógnarjafnvægið hélt – eins óskemmtilegt og það var.

Eftir fall Múrsins hefur Nató verið að leita að hlutverki. Ég fór einu sinni á fund í Brussel þar sem herforingjar reyndu að skýra út fyrir mér nýtt hlutverk bandalagsins – ég verð að viðurkenna að mest af því sem þeir sögðu fór fyrir ofan garð og neðan. Þetta var mikið til spuni. Um tíma var eins og aðaltilgangurinn væri að taka inn í Nató ríki Austur-Evrópu – til að veita þeim skjól fyrir Rússum. Nú eru þau líka komin inn í annað skjól – Evrópusambandið.

Heimurinn er auðvitað ekki orðinn friðargarður í einu vetfangi. Við lifum samt í heimi sem býr við meiri frið en löngum áður. Frægur Harvardpófessor, Stephen Pinker, heldur því fram í nýrri bók að fólk sé miklu friðsamara en fyrr á tímum. Bókin heitir Our Better Angels: The Decline of Violence in History and its Causes. Pinker telur semsagt að lífið fari batnandi – sem er frekar óvinsæl hugmynd.

Þetta er kannski útúrdúr, en staðreyndin er samt sú að við vitum ekki alveg til hvers Nató er. Samt skrifum við möglunarlaust undir allt sem þetta hernaðarbandalag gerir. Það er því ósköp eðlilegt að rætt sé um veru okkar í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar