Ef maður væri ungur myndi maður íhuga alvarlega að flytja til Kanada.
Þar er nóg landrými, þetta er jú næststærsta land í heimi, og frekar fátt fólk.
Kanadamenn eiga miklar auðlindir, vötn, skóga, málma og orku. Þeir misstu sig ekki í bankabrjálæðinu og hagkerfið stendur nokkuð vel.
Ólíkt því sem gerist fyrir sunnan landamæranna í Bandaríkjunum hafa þeir velferðarkerfi – og eru lausir við refsigleðina sem þar ríki.
Þeir hafa flottar borgir eins og Toronto, Montreal og Vancouver. Stjórnmálin virðast vera frekar öfgalaus. Í Kanada er meira að segja fjöldi fólks sem er af íslenskum ættum.
Ef spá um hlýnun jarðar rætast er Kanada góður staður til að vera á.
Ef – ja, það hefur verið rætt um að við tengjumst Kanada með því að taka upp gjaldmiðil þeirra, Kanadadollarann.
En það eru sjálfsagt bara órar.