Menn héldu lengi að Þórbergur Þórðarson væri óþýðanlegur sérvitringur, að það væri eitthvað svo sér-íslenskt við hann að ekki væri hægt að miðla því á öðrum tungumálum.
Reyndar er það svo með bókmenntir að hið einstaka hefur einna víðasta skírskotun – ef menn reyna að skrifa fyrir eitthvað sem telst vera almennur og alþjóðlegur smekkur er hætt við að það verði ekki merkileg bókmenntaverk.
En hér er semsagt Íslenskur aðall á þýsku í útgáfu hins merka Fischer-Verlag. Þýðandinn er Kristof Magnusson, það er tilvitnun í hann kápunni þar sem segir að án Þórbergs Þórðarsonar væru íslenskar bókmenntir ekki það sem þær eru í dag.