fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Arnaldur og Eco í bláa sófanum

Egill Helgason
Föstudaginn 14. október 2011 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fínasti staðurinn á bókasýningunni í Frankfurt er blái sófinn.

Í hann setjast þeir sem eru í viðtölum hjá sjónvarpsstöðinni ZDF.

Í dag fylgdist ég með Arnaldi Indriðasyni þar sem hann sat í bláa sófanum í viðtali við sjónvarpskonu.

Arnaldur stóð sig með prýði, en Þjóðverjar hafa þann sið að setja þýskt tal yfir þá sem tjá sig á erlendum tungumálum. Arnaldur talaði á íslensku og það var Arthúr Björgvin Bollason sem flutti jafnóðum þýska þýðingu. Arthúr er frábær þýskumaður, svo það gekk ágætlega, en það hefði verið skemmtilegt að heyra hina dimmu rödd Arnalds sjálfs. Ég held að ég halli á engan þótt ég fullyrði að Arthúr sé ívið mælskari en Arnaldur.

Á eftir Arnaldi kom ekki minni höfundur en sjálfur Umberto Eco. Hann er nýbúinn að gefa út bók sem nefnist Kirkjugarðurinn í Prag, sú hefur fengið misjafna dóma, en selst í stórum upplögum.

Ég hef lengi verið aðdáandi Ecos, en nú bar svo við að Þjóðverjarnir létu mjóraddaða konu flytja þýska textann yfir máli hans, sjálfur talaði Eco á ítölsku. Það passaði frekar illa.

Eco er ekki bara skáldsagnahöfundur og ritgerðahöfundur, heldur var hann líka prófessor við hinn forna háskóla í Bologna. Mér fannst hann samt ekki líta út eins og sá mikli menntamaður sem hann er, heldur hefði maður alveg eins getað trúað því að hann væri veitingamaður á einum af hinum góðu matsölustöðum í Bologna – en þar þykir ítölsk matseld rísa hæst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar